Wednesday, October 31, 2007

Jean Piaget - við lærum frá fyrstu sekúndu



Þá held ég áfram að sækja mér upplýsingar um þessa merku karla sem við lesum um í tímum í skólanum. 'Eg set þetta hérna fram svo að ég sjálf nái að halda einhverri heildarsýn yfir hver gerði hvað og hvers vegna ég á að þekkja þá. Í dag er það sem sagt Jean Piaget, svissneskur sálfræðingur og frumkvöðull í þróunarsálfræði.

Þetta fékk ég af síðunni http://nemendur.khi.is/birnbaar/images/hugarkort/doc/hugarkort-0.htm en það eru margar fleiri íslenskar síður með upplýsingar um Piaget, kenningar hans og gagnrýni á þær.
"Áður en haldið er lengra ber að skilgreina helstu hugtök sem koma fyrir í kenningum Piagets. Hugtakið skema (scheme) er skipulagt munstur hegðunar eða hugsunar sem barnið byggir utan um reynslu sína og umhverfi. Skemu má líta á sem einhvers konar skjalasafn yfir það sem barnið kann. Eftir því sem barnið lærir meira, þeim mun fleiri skrár bætast við í skjalasafnið. Samlögun (assimilation) er þegar nýrri reynslu er komið fyrir í skemu sem til eru fyrir, byggt á eldri þekkingu og reynslu. Aðhæfing (Accomodation) verður þegar nýtt skema er búið til eða eldra skema er endurbætt til að koma nýrri reynslu fyrir. Þegar barnið upplifir eitthvað nýtt reynir það að staðsetja upplýsingarnar inn í skemu sem fyrir eru. Ef það gengur ekki upp þarf barnið að búa til nýtt skema eða endurskoða fyrri skemu svo að nýju upplýsingarnar passi þar inn. Jafnvægi (Equilibration) er sú tilhneiging til að skipuleggja skemu til að öðlast betri skilning á reynslu. Milli samlögunar og aðhæfingar þarf að ríkja jafnvægi til að barnið geti greint á milli ólíkra hluta en samt áttað sig á skyldleika þeirra þar sem við á (Wadsworth 1989:10-17).

Piaget taldi að greind barna væri í eðli sínu frábrugðin greind fullorðinna. Hann fullyrti að greind færi ekki eftir því hvað börn vissu, heldur hvernig þau hugsuðu og hvernig þau ynnu úr áreitum úr umhverfinu. Hann leitaðist við að finna ákveðið kerfi í hugsun barna sem hann gæti alhæft yfir á öll börn hvar sem væri í heiminum. Því skipti hann þroska hugsunar í fjögur stig.


Skemu
Samlögun
Aðhæfing
Jafnvægi
Greind
Þroski hugsunar
Kenningar

Því skipti hann þroska hugsunar í fjögur stig.

Skynhreyfistig, foraðgerðarstig, stig hlutbundinna hugsunar og að lokum stig formlegra aðgerða. Skynhreyfistigið hefst strax við fæðingu og lýkur við tveggja ára aldur. Börn á þessu stigi læra að samhæfa skynjun og hreyfingu. Í fyrstu mynda þau atferlisskema sem gerir þeim kleift að bregðast við umhverfinu og þekkja umhverfi sitt. Þetta er aðeins einföld meðfædd viðbragðshegðun en síðan verður þetta flóknari samhæfing á hreyfingu og skynjun. Á foragðerðarstigi (2-7 ára) byrja börn að nota huglæg tákn, orð og myndir til þess að tjá það sem verður á vegi þeirra í umhverfinu. Börn á þessu stigi eru sjálflæg í hugsun, gefa dauðum hlutum líf og táknrænn leikur kemur einnig fram. Börn á aldrinum 7-11 ára eru á stigi hlutbundinnar rökhugsunar. Þau sjá veruleikan út frá árþreifanlegu sjónarhorni. Þau ná að tengja saman hluti og atburði með vitsmunum sínum og eru þar með farin að geta hugsað um tvennt í einu. Sjálflæg hugsun minnkar og þau hafa öðlast þann skilning að aðrir geti haft önnur viðhorf og sjónarhorn. Rökhugsun hefur aukist en er samt sem áður áþreifanleg. Formleg rökhugsun er fjórða stig í vitþroskakenningu Piaget. Á þessu stigi eru börnin á aldrinum 11-15 ára. Rökhugsun þeirra er ekki lengur bundin við áþreifanlega hluti. Þau eru fær um að draga rökréttar ályktanir út frá gefnum forsendum (Shaffer 2002:222-229).

Hugsmíðahyggja er námskenning sem rekja má til vitþroskakenningu Piaget. Við skilgreiningu á hugtakinu um hugsmíðahyggju er átt við að barnið sé virkt í eigin þroska og smíðar þekkinguna sjálft. Til að börn læri og skilji verða þau að geta rannsakað og gert tilraunir á umhverfi sínu ólíkt fullorðnum, þeir nota sinn eiginn hugarheim. Námskenningin einkennist af virkni nemenda í námi, að þeir byggi upp þekkingu sína út frá eigin reynslu.


Fróðleiksfýsn barna og unglinga er þeim eðlislægt og ber því að nýta athafnaþrá þeirra á jákvæðan hátt í námi.

Nemandinn verður að fá að vera virkur til að hann geti rannsakað námsefnið sem honum er úthlutað (Uppeldi og skólastarf 1983:181,184).


Skynhreyfistig
Foraðgerðarstig
Hlutbundin hugsun
Formlegar aðgerðir "

Og þetta er úr kennslutíma hjá Guðrúnu:
Piaget hefur haft áhrif á gerð námskár víða um heim og hafa kenningar hans verið nýttar til að skapa kennsluaðstæður og jafnvel þjálfa þá vitsmuni sem Piaget rannsakaði sérstaklega.

Það undarlega við Piaget og kenningar hans eru að hann var náttúrufræðingur og ætlaðist víst aldrei til að kenningar sínar væru notaðar í kennslufræðinni, en kenningarnar hafa verið mjög gagnrýndar á þeim vettvangi.

Hugsmíðahyggja (cognitive contructivism) byggir að hluta til á hugmyndum Piaget um vitsmunaþroska en segir m.a. að öðru leiti að:
- nám sé virkt ferli og nemandinn er virkur í að skapa eigin merkingarbæru þekkingu.
- nám eigi sér stað við gagnvirkt ferli.
-eðlisbreyting á hugmyndum eða hugsun barna á milli stiga.

No comments: