Friday, October 12, 2007
Skemmtileg kennslustund
Ég prófaði að sýna nemendum mínum í 9. bekk fram á að sú danska sem að þau eru að læra, hafi skilið eitthvað eftir hjá þeim. Ég lét þau skrifa eitthvað um sjálfan sig á blað sem að lýsti þeim, t.d. áhugamál, hárlit, syskinafjölda og annað. Þetta skrifuðu þau niður en máttu ekki setja nafnið sitt á blaðið og við blönduðu svo miðunum saman í hrúgu. Svo drógum við einn og einn miða og þau áttu að giska á hverjum væri verið að lýsa. Bæði þótti þeim þetta skemmtilegt og mér líka. Þau lærðu heilmikið af orðum til að lýsa persónum, af hvort öðru og það var enginn sem ekki skyldi það sem að fór fram í kennslustundinni. Þetta er góð aðferð til að kenna þeim einstaka orðaforða.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment