Tuesday, October 30, 2007

Hlustun er mikilvæg

Vandergrift, Larry.

Facilitating second language listening comprehension: acquiring successful strategies.

Skv. þessari grein er hlustun mikilvægust í sambandi við kennslu tungumála.
Það á að kenna nemendur að hlusta á texta og það hjálpar að undirbúa þá vel áður með leiðbeiningum og upplýsingum um efnið. Það eru fjórar mismunandi gerðir af kennslu/námi í sambandi við hlustun: Cognitive (vitsmunaleg), efficiency (skilvirkni), utility (gagnsemi) og affective (tilfinningarlegur).
-Vitsmunalega er það talið (skv. greininni) öfug aðferð að kenna nemendum að tala áður en þau læra að hlusta. Ef að nemendum er gert að framleiða það sem ekki er enn hluti af langtímaminni þeirra, veldur það vitsmunalegri ofhleðslu. Nemendum er ætlað að kunna svo mikið efni að skammtímaminnið nær ekki að meðhöndla það og ef að að orðin eru ókunn nemandanum grípur hann til eigin tungumálasiða (t.d röng setningaskipan, orðflokkanotkun, framburður ofl.).
- Í sambandi við skilvirknina er það talið skila meiru ef að nemendur eiga ekki kunna/nota öll þau orð og setningar sem þeim hefur verið kennt og að þeir þurfi ekki að hlusta á samnemendur tala rangt mál á fyrstu stigum tungumálanámsins.
- Í sambandi við gagnsemina hafa rannsóknir sýnt að fullorðnir nota 40-50 % af samskiptatíma í að hlusta, 25-30 % í að tala, 11-16% í lestur og u.þ.b. 9 % í skrift. Þetta ýtir undir mikilvægi þess að nemendur læri að hlusta.
- tilfinningalega er það talið mikilvægt að nemendur þurfi ekki að hræðast það að tala bjagað mál fyrir framan samnemendur sína. Ef að þau læra tungumálið fyrst með því að hlusta á það, er minni hætta á að þeir tali vitlaust.

Nöfn tengd þessari hugmynd:
Vandergrift
Dunkel
Feyten
Gary
Rivers
O’Malley
Chamot
Rubin
Thompson
Mendelsohn

No comments: