Eftir margra ára skólasetu (í HÍ) þar sem við lærum að nýta okkur nýjustu tækni við gerð verkefna og fyrirlestra, leið mér eins og ég hefði hoppað 50 ár aftur í tímann þegar ég byrjaði sjálf að kenna. Í stofunni minni eru nemendaborð og stólar, kennaraborð og stóll, tafla og talva fyrir mig. Það tæki er það eina nýja í stofunni frá því ég sjálf byrjaði í skóla fyrir mörgum árum. Talvan er ágæt til síns brúks, en hún gagnast nemendum ekkert. Ég reyndi því að fá tölvuverstíma fyrir nemendur mína, en viti menn, það er ekki hægt. Yngri nemendurinir eiga tölvuverstímana og við í unglingadeildinni getum pantað einn og einn tíma, ef að við erum snögg, þ.e.a.s á þeim tímum sem hinir eru ekki að nota það. Það kemur þannig út að ég gæti farið með alla bekkina mína, nema 10 bekkinn. Hinum kenni ég nefnilega kl. 8 á morgana einhvern tímann í vikunni og þá er laust flesta daga. En 10. bekknum kenni ég bara kl. 9.40 og þá er tölvuverið upptekið alla vikuna.
Ég hef reynt að koma þeim skilaboðum áfram að þetta sé nú afleitt ástand. Flestir eru alveg sammála því, t.d. enskukennarinn. En á móti mér kennir eldri herramaður, sem virðist lítið hrifin af tölvuverskennslu. Þar sem hann er fagstjórinn minn, þá er spurning hve mikið mark sé tekið á óskum mínum. Ég sé ekki alveg fyrir mér að hann fari að berjast fyrir tölvuverstímum sem hann veit ekkert hvað hann á að gera við.
Það er skelfilegt að vera nýr kennari með alla þennan lærdóm á herðunum og geta ekkert notað það. Taflan og tússið er það sem bliver.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment