Tuesday, February 26, 2008

John Dewey

John Dewey (1859-1952) er kenndur við framfarastefnuna en tengist ennig hygsmíðahyggjunni þar sem hann lagði áherslu á að virkja nemendur og einnig á að efnið vekti áhuga nemenda. Einkunnarorð Deweys voru „learning by doing“.
Líkt og Vygotsky lagði Dewey mikla áherslu á félagslega samvinnu milli barnins (nemandans) og þroskaðri einstaklinga (kennara, þroskaðri nemenda). Einnig sagði hann að umhverfi og samfélagið hefðu áhrif á þroska einstaklingsins.
Dewey vildi meina að skólinn ætti að vera lifandi samfélag þar sem barnið væri virkur þáttakandi og þekking hans og samvinna við aðra væru lykilatriðin.
Þó að lögð sé áhersla á samvinnu nemenda, þá hefur kennarinn ýmislegt að segja. Hann ræður ekki öllu, en hann ber ábyrgð á nemendurnir séu með verkefni við hæfi, að þeir séu að fá verkefni sem geti þroskað þau og að námið sé innan þess ramma sem þeim sé ætlað að læra. Kennarinn á líka að sjá til þess að viðfangsefnið sé þess eðlis að það veki áhuga nemandans á að fræðast og hvetja nemandinn til að koma með eigin hugmyndir. Skapandi þörf nemendanna er því mikilvægur hlekkur í hugmyndafræði Deweys.
Dewey líkir kennaranum við leiðangursstjóra sem stýri verkefninu en öll orkan eigi að koma frá nemendunum sjálfum.

Líkt og hugmyndir Vygotskys, eru hugmyndir Deweys náskyldar hugmyndum Gardners um fjölgreindir.

1 comment:

Anonymous said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Webcam, I hope you enjoy. The address is http://webcam-brasil.blogspot.com. A hug.