Sunday, February 10, 2008

Vefleiðangur

Eitt af mörgu sem við höfum verið að gera hér í skólanum, er að búa til vefleiðangur. Ekki það að ég hafi vitað hvað svoleiðis var áður en ég byrjaði, en nú veit ég að þetta er frábært tæki.
Við vorum tvær sem ákváðum að gera þennan vefleiðangur saman, ég úr dönskunni og hún úr þýskunni. Þar sem við erum báðar að vinna saman að verkefni í öðru fagi, reyndar með fleira fólki, ákváðum við að nýta okkur það og gerðum vefleiðangur um efni sem við vorum búin að velja fyrir hitt fagið. Það voru napóleonsstríðin sem urðu fyrir valinu, þar sem við sem erum í þessum hópi komum úr ensku, þýsku og dönsku og þessar þjóðir eiga m.a. þetta stríð sameiginlegt.
Það var mjög skemmtilegt að gera leiðangurinn og það verður enn skemmtilegri að halda áfram með hann og útfæra hann fyrir öll þessi fög. Við gætum meira að segja bætt sögunni við þetta og þannig fengið fjórða fagið með í pottinn. 
Svona vefleiðangrar eru líka frábærir að því leiti að þegar maður er búin að setja svona verkefni út á netið, þá getur það haft jákvæð áhrif á starf annarra kennara og gefið þeim hugmyndir. En ég er líka viss um að þetta er tæki sem verður mikið meira notað í framtíðinni.  'Eg veit að ég á eftir að gera mikið af þessu.

No comments: