Wednesday, October 31, 2007

Jean Piaget - við lærum frá fyrstu sekúndu



Þá held ég áfram að sækja mér upplýsingar um þessa merku karla sem við lesum um í tímum í skólanum. 'Eg set þetta hérna fram svo að ég sjálf nái að halda einhverri heildarsýn yfir hver gerði hvað og hvers vegna ég á að þekkja þá. Í dag er það sem sagt Jean Piaget, svissneskur sálfræðingur og frumkvöðull í þróunarsálfræði.

Þetta fékk ég af síðunni http://nemendur.khi.is/birnbaar/images/hugarkort/doc/hugarkort-0.htm en það eru margar fleiri íslenskar síður með upplýsingar um Piaget, kenningar hans og gagnrýni á þær.
"Áður en haldið er lengra ber að skilgreina helstu hugtök sem koma fyrir í kenningum Piagets. Hugtakið skema (scheme) er skipulagt munstur hegðunar eða hugsunar sem barnið byggir utan um reynslu sína og umhverfi. Skemu má líta á sem einhvers konar skjalasafn yfir það sem barnið kann. Eftir því sem barnið lærir meira, þeim mun fleiri skrár bætast við í skjalasafnið. Samlögun (assimilation) er þegar nýrri reynslu er komið fyrir í skemu sem til eru fyrir, byggt á eldri þekkingu og reynslu. Aðhæfing (Accomodation) verður þegar nýtt skema er búið til eða eldra skema er endurbætt til að koma nýrri reynslu fyrir. Þegar barnið upplifir eitthvað nýtt reynir það að staðsetja upplýsingarnar inn í skemu sem fyrir eru. Ef það gengur ekki upp þarf barnið að búa til nýtt skema eða endurskoða fyrri skemu svo að nýju upplýsingarnar passi þar inn. Jafnvægi (Equilibration) er sú tilhneiging til að skipuleggja skemu til að öðlast betri skilning á reynslu. Milli samlögunar og aðhæfingar þarf að ríkja jafnvægi til að barnið geti greint á milli ólíkra hluta en samt áttað sig á skyldleika þeirra þar sem við á (Wadsworth 1989:10-17).

Piaget taldi að greind barna væri í eðli sínu frábrugðin greind fullorðinna. Hann fullyrti að greind færi ekki eftir því hvað börn vissu, heldur hvernig þau hugsuðu og hvernig þau ynnu úr áreitum úr umhverfinu. Hann leitaðist við að finna ákveðið kerfi í hugsun barna sem hann gæti alhæft yfir á öll börn hvar sem væri í heiminum. Því skipti hann þroska hugsunar í fjögur stig.


Skemu
Samlögun
Aðhæfing
Jafnvægi
Greind
Þroski hugsunar
Kenningar

Því skipti hann þroska hugsunar í fjögur stig.

Skynhreyfistig, foraðgerðarstig, stig hlutbundinna hugsunar og að lokum stig formlegra aðgerða. Skynhreyfistigið hefst strax við fæðingu og lýkur við tveggja ára aldur. Börn á þessu stigi læra að samhæfa skynjun og hreyfingu. Í fyrstu mynda þau atferlisskema sem gerir þeim kleift að bregðast við umhverfinu og þekkja umhverfi sitt. Þetta er aðeins einföld meðfædd viðbragðshegðun en síðan verður þetta flóknari samhæfing á hreyfingu og skynjun. Á foragðerðarstigi (2-7 ára) byrja börn að nota huglæg tákn, orð og myndir til þess að tjá það sem verður á vegi þeirra í umhverfinu. Börn á þessu stigi eru sjálflæg í hugsun, gefa dauðum hlutum líf og táknrænn leikur kemur einnig fram. Börn á aldrinum 7-11 ára eru á stigi hlutbundinnar rökhugsunar. Þau sjá veruleikan út frá árþreifanlegu sjónarhorni. Þau ná að tengja saman hluti og atburði með vitsmunum sínum og eru þar með farin að geta hugsað um tvennt í einu. Sjálflæg hugsun minnkar og þau hafa öðlast þann skilning að aðrir geti haft önnur viðhorf og sjónarhorn. Rökhugsun hefur aukist en er samt sem áður áþreifanleg. Formleg rökhugsun er fjórða stig í vitþroskakenningu Piaget. Á þessu stigi eru börnin á aldrinum 11-15 ára. Rökhugsun þeirra er ekki lengur bundin við áþreifanlega hluti. Þau eru fær um að draga rökréttar ályktanir út frá gefnum forsendum (Shaffer 2002:222-229).

Hugsmíðahyggja er námskenning sem rekja má til vitþroskakenningu Piaget. Við skilgreiningu á hugtakinu um hugsmíðahyggju er átt við að barnið sé virkt í eigin þroska og smíðar þekkinguna sjálft. Til að börn læri og skilji verða þau að geta rannsakað og gert tilraunir á umhverfi sínu ólíkt fullorðnum, þeir nota sinn eiginn hugarheim. Námskenningin einkennist af virkni nemenda í námi, að þeir byggi upp þekkingu sína út frá eigin reynslu.


Fróðleiksfýsn barna og unglinga er þeim eðlislægt og ber því að nýta athafnaþrá þeirra á jákvæðan hátt í námi.

Nemandinn verður að fá að vera virkur til að hann geti rannsakað námsefnið sem honum er úthlutað (Uppeldi og skólastarf 1983:181,184).


Skynhreyfistig
Foraðgerðarstig
Hlutbundin hugsun
Formlegar aðgerðir "

Og þetta er úr kennslutíma hjá Guðrúnu:
Piaget hefur haft áhrif á gerð námskár víða um heim og hafa kenningar hans verið nýttar til að skapa kennsluaðstæður og jafnvel þjálfa þá vitsmuni sem Piaget rannsakaði sérstaklega.

Það undarlega við Piaget og kenningar hans eru að hann var náttúrufræðingur og ætlaðist víst aldrei til að kenningar sínar væru notaðar í kennslufræðinni, en kenningarnar hafa verið mjög gagnrýndar á þeim vettvangi.

Hugsmíðahyggja (cognitive contructivism) byggir að hluta til á hugmyndum Piaget um vitsmunaþroska en segir m.a. að öðru leiti að:
- nám sé virkt ferli og nemandinn er virkur í að skapa eigin merkingarbæru þekkingu.
- nám eigi sér stað við gagnvirkt ferli.
-eðlisbreyting á hugmyndum eða hugsun barna á milli stiga.

Tuesday, October 30, 2007

Hlustun er mikilvæg

Vandergrift, Larry.

Facilitating second language listening comprehension: acquiring successful strategies.

Skv. þessari grein er hlustun mikilvægust í sambandi við kennslu tungumála.
Það á að kenna nemendur að hlusta á texta og það hjálpar að undirbúa þá vel áður með leiðbeiningum og upplýsingum um efnið. Það eru fjórar mismunandi gerðir af kennslu/námi í sambandi við hlustun: Cognitive (vitsmunaleg), efficiency (skilvirkni), utility (gagnsemi) og affective (tilfinningarlegur).
-Vitsmunalega er það talið (skv. greininni) öfug aðferð að kenna nemendum að tala áður en þau læra að hlusta. Ef að nemendum er gert að framleiða það sem ekki er enn hluti af langtímaminni þeirra, veldur það vitsmunalegri ofhleðslu. Nemendum er ætlað að kunna svo mikið efni að skammtímaminnið nær ekki að meðhöndla það og ef að að orðin eru ókunn nemandanum grípur hann til eigin tungumálasiða (t.d röng setningaskipan, orðflokkanotkun, framburður ofl.).
- Í sambandi við skilvirknina er það talið skila meiru ef að nemendur eiga ekki kunna/nota öll þau orð og setningar sem þeim hefur verið kennt og að þeir þurfi ekki að hlusta á samnemendur tala rangt mál á fyrstu stigum tungumálanámsins.
- Í sambandi við gagnsemina hafa rannsóknir sýnt að fullorðnir nota 40-50 % af samskiptatíma í að hlusta, 25-30 % í að tala, 11-16% í lestur og u.þ.b. 9 % í skrift. Þetta ýtir undir mikilvægi þess að nemendur læri að hlusta.
- tilfinningalega er það talið mikilvægt að nemendur þurfi ekki að hræðast það að tala bjagað mál fyrir framan samnemendur sína. Ef að þau læra tungumálið fyrst með því að hlusta á það, er minni hætta á að þeir tali vitlaust.

Nöfn tengd þessari hugmynd:
Vandergrift
Dunkel
Feyten
Gary
Rivers
O’Malley
Chamot
Rubin
Thompson
Mendelsohn

Thursday, October 18, 2007

Benjamin Bloom- Taxonomy - Markmiðssetning




Flokkunarkerfi Bloom er byggt upp á hugmyndum Ralph Tyler sem gaf út verkið "Basic principles of curriculum and intruction"(1949). Hugmyndir Tyler byggjast á mjög auðveldri aðferð til að t.d. meta leiðbeiningar, þar sem eru 4 
hlutar sem eru þekktir sem "Tyler Rationale".
 
1. Hvaða námshlutverk eiga skólar að reyna að uppfylla?
2. Hvernig getur námsreynsla verið valin sem er líkleg til að ná þessum markmiðum?
3. Hvernig er hægt að skipuleggja námsreynslu til að skila áhrifaríkum leiðbeiningum.
4. Hvernig er hægt að meta áhrifamátt námsreynslu?


Samkvæmt Bloom fer allt nám fram á þremur meginsviðum: Þekkingarsviði, Viðhorfa- og tilfinningasviði og Leiknisviði. Benjamin Bloom skrifaði þó bara um þekkingarsviðið.
Hann fann út að 95 % spurninga á prófum fara eingöngu fram á lágmarks hæfni til að vinna með textann, þ.e.a.s að muna (knowledge) texta.
Eftir því sem að maður vinnur sig upp pýramídann verða verkefnin erfiðari og reyna meira á nemandann.

Pýramídinn og rósin eru skýring á hugmyndinum hans og maður vinnur sig upp við kennslu. Þetta er tilraun til að búa til hjálpartæki fyrir kennara, þ.e. auðvelda þeim að ræða markmið sín:

1.Knowledge (minni) byggir á að muna, þekkja, nefna, rifja upp, velja.
2.Understanding (skilningur) byggir á að lýsa, umorða, þýða, skýra og umskrifa
3.Application (beiting) byggir á að beita, reikna, flokka og sýna.
4.Analysis (greining) byggir að að greina, skilgreina, tengja, rökstyðja.
5.Synthesis (nýmyndun) byggir á að móta, semja, skapa, breyta, þróa
6.Evaluation (mat) byggir á að meta, gagnrýna, taka afstöðu.

Dæmi um spurningar sem tilheyra hverjum flokki eru eftirfarandi:

1. Minni: Hver, hvað, hvenær, hvar, hvernig...? Lýsið...?
2. Skilningur: Þýða, umskrifa frá einum miðli yfir í annan, útskýra með eigin orðum, uppröðun og flokkun staðreynda og hugmynda, endursögn.
3. Beiting: Að leysa vandamál, að nota upplýsingar til að komast að niðurstöðu, nota staðreyndir, reglur og höfuðatriði. Hvernig er.... dæmi um....? Hvernig er.... tengt .....? Afhverju er.... mikilvægt?
4. Greining: Greina eitthvað til að sýna hvernig það er sett saman, að finna grundvallarbyggingu tjáskipta, þekkja ástæður, aðskilnaður heildar í smærri hluta.
Hvað eru hlutar eða gerð af......
Flokkaður... skv.....
Skrifa í styttri útgáfu/ útskýringamynd
Hvernig ..... samlíkist/er mótsetning.....
Hvaða sannanir hefur þú fyrir.....?
5. Nýmyndun: Skapa einstakan texta sem getur verið í talmáli eða annað.
Sambland hugmynda sem mynda nýja heild
Hvað myndir þú spá/álykta af....?
Hvaða hugmyndum getur þú bætt við....?
Hvernig myndir þú búa til/hanna nýja....?
Hvað gæti gerst ef þú sameinaðir...?
Hvaða lausn myndir þú ráðleggja vegna...?
6 Mat: Að taka gagnsemis ákvarðanir um málefni; að leysa ágreiningsefni vegna skoðanna; myndun skoðana, dóma eða ákvarðanna.
Ertu sammála....?
Hvað finnst þér um...?
Hvað er mikilvægast...?
Raðið eftirfarandi eftir forgangsröð.
Hvað myndir þú ákveða í sambandi við....?
Út frá hvaða forsendum myndir þú meta....?

Það væri hægt að nota þessar hugmyndir á ýmsan hátt, t.d. við undirbúning kennslu, námskrárgerð og skólarannsóknir.

Benjamin Bloom was an influential academic Educational Psychologist. His main contributions to the area of education involved mastery learning, his model of talent development, and his Taxonomy of Educational Objectives in the cognitive domain.

He focused much of his research on the study of educational objectives and, ultimately, proposed that any given task favours one of three psychological domains: cognitive, affective, or psychomotor. The cognitive domain deals with our ability to process and utilize (as a measure) information in a meaningful way. The affective domain is concerned with the attitudes and feelings that result from the learning process. Lastly, the psychomotor domain involves manipulative or physical skills.

Benjamin Bloom headed a group of Cognitive psychologists at the University of Chicago who developed a taxonomic hierarchy of cognitive-driven behavior deemed to be important to learning and measurable capability. For example, an objective that begins with the verb "describe" is measurable but one that begins with the verb "understand" is not.

His classification of educational objectives, Taxonomy of Educational Objectives, Handbook 1: Cognitive Domain (Bloom et al., 1956), addresses cognitive domain versus the psychomotor and affective domains of knowledge. Bloom’s taxonomy provides structure in which to categorize instructional objectives and instructional assessment. His taxonomy was designed to help teachers and Instructional Designers to classify instructional objectives and goals. The foundation of his taxonomy was based on the idea that not all learning objectives and outcomes are equal. For example, memorization of facts, while important, is not the same as the learned ability to analyze or evaluate. In the absence of a classification system (i.e., a taxonomy), teachers and Instructional Designers may choose, for example, to emphasize memorization of facts (which make for easier testing) than emphasizing other (and likely more important) learned capabilities.

Bloom’s taxonomy in theory helps teachers better prepare objectives and, from there, derive appropriate measures of learned capability.The fact is that most teachers have very little understanding of the meaning and intent of Bloom's Taxonomy (or subsequent taxonomys). Curriculum design, which is usually a State (i.e., governmental) practice, has not reflected the intent of such a taxonomy until the late 1990s. It is worth noting that Bloom was an American Academic and that his constructs will not be universally embraced.

A good example of the application of 'a' Taxonomy of Educational Objectives is in the curriculum of the Canadian Province of Ontario which provides for its teachers an integrated adaptation of Bloom's taxonomy. Ontario's Ministry of Education taxonomic categories are: Knowledge and Understanding; Thinking; Communication; Application. Every 'specific' learning objective, in any given course, can be classified according to the Ministry's taxonomy. However, Ontario's Ministry of Education failing is that it has not provided teachers with a reliable and systematic means for classifying the prescribed educational objectives. In fact, it would have been appropriate for the Ministry to classify the objectives in advance and thereby avoid confusion because taxonomic classification is not intuitive. Hence, while Bloom's Taxonomy is valid in theory, it can be rendered meaningless at the implementation stage.

Friday, October 12, 2007

Skemmtileg kennslustund

Ég prófaði að sýna nemendum mínum í 9. bekk fram á að sú danska sem að þau eru að læra, hafi skilið eitthvað eftir hjá þeim. Ég lét þau skrifa eitthvað um sjálfan sig á blað sem að lýsti þeim, t.d. áhugamál, hárlit, syskinafjölda og annað. Þetta skrifuðu þau niður en máttu ekki setja nafnið sitt á blaðið og við blönduðu svo miðunum saman í hrúgu. Svo drógum við einn og einn miða og þau áttu að giska á hverjum væri verið að lýsa. Bæði þótti þeim þetta skemmtilegt og mér líka. Þau lærðu heilmikið af orðum til að lýsa persónum, af hvort öðru og það var enginn sem ekki skyldi það sem að fór fram í kennslustundinni. Þetta er góð aðferð til að kenna þeim einstaka orðaforða.