Tuesday, February 26, 2008

John Dewey

John Dewey (1859-1952) er kenndur við framfarastefnuna en tengist ennig hygsmíðahyggjunni þar sem hann lagði áherslu á að virkja nemendur og einnig á að efnið vekti áhuga nemenda. Einkunnarorð Deweys voru „learning by doing“.
Líkt og Vygotsky lagði Dewey mikla áherslu á félagslega samvinnu milli barnins (nemandans) og þroskaðri einstaklinga (kennara, þroskaðri nemenda). Einnig sagði hann að umhverfi og samfélagið hefðu áhrif á þroska einstaklingsins.
Dewey vildi meina að skólinn ætti að vera lifandi samfélag þar sem barnið væri virkur þáttakandi og þekking hans og samvinna við aðra væru lykilatriðin.
Þó að lögð sé áhersla á samvinnu nemenda, þá hefur kennarinn ýmislegt að segja. Hann ræður ekki öllu, en hann ber ábyrgð á nemendurnir séu með verkefni við hæfi, að þeir séu að fá verkefni sem geti þroskað þau og að námið sé innan þess ramma sem þeim sé ætlað að læra. Kennarinn á líka að sjá til þess að viðfangsefnið sé þess eðlis að það veki áhuga nemandans á að fræðast og hvetja nemandinn til að koma með eigin hugmyndir. Skapandi þörf nemendanna er því mikilvægur hlekkur í hugmyndafræði Deweys.
Dewey líkir kennaranum við leiðangursstjóra sem stýri verkefninu en öll orkan eigi að koma frá nemendunum sjálfum.

Líkt og hugmyndir Vygotskys, eru hugmyndir Deweys náskyldar hugmyndum Gardners um fjölgreindir.

Lev Vygotsky

Lev Vygotsky (1896-1934) var þeirrar skoðunar að félagslegt og menningarlegt umhverfi barna hafi mest áhrif á mótun þeirra. Að börnin læri af þeim sem vita meira en þau, hvort sem það eru fullorðnir eða önnur börn sem standa þeim framar, þannig hafi félagsleg reynsla áhrif á hvernig þau túlki umhverfið.
Vygotsky er frægur fyrir það sem kallað er „Zone of proximal development“ sem útleggst á íslensku „svæði mögulegs þroska“, en hér á hann við að barnið þroskist mest þegar það á í samskiptum við fullorðna eða aðra sem standa þeir framar, þ.e að þetta svæði sem liggur á milli þess sem barnið getur sjálft gert og þess sem það getur gert með fullorðnum eða þroskaðri félögum. Vygotsky leggur því mikla á að nám eigi sér stað í félagslegu samhengi, ólíkt Piaget og fleirum sem töldu að þroskinn væri algildur og að umhverfið og félagslega athafnir hefðu litil áhrif á þroska barnanna.
Hlutverk kennarans eða hins fullorðna er að fylgjast með barninu og gera sér grein fyrir hvar barnið stendur og hvernig þurfi að örva það eða á hvaða sviðum þarf að auka þekkingu þess. Kennarar sem vita hvar einstaklingarnir standa eru betur undir það búnir að vinna með þá á þessu svæði mögulegs þroska. Kennarans er að skapa ríkt félagslegt umhverfi sem hvetur nemendur til að bæta við sig þekkingu (nám) í gegnum samskipti við kennarann og betur stæða samnemendur sína.

Hugmyndir Vygotksy falla að hugsmíðahyggjunni sem er hugmyndafræði sem byggir á virkni barnanna og að þau noti eigin reynsluheim til að auka þekkingu sína og noti gagnrýna hugsun þegar þau leita sér að upplýsingum.

Hugmyndir Vygotsky falla vel að kenningum Howard Gardner um fjölgreindir

Sunday, February 10, 2008

Vefleiðangur

Eitt af mörgu sem við höfum verið að gera hér í skólanum, er að búa til vefleiðangur. Ekki það að ég hafi vitað hvað svoleiðis var áður en ég byrjaði, en nú veit ég að þetta er frábært tæki.
Við vorum tvær sem ákváðum að gera þennan vefleiðangur saman, ég úr dönskunni og hún úr þýskunni. Þar sem við erum báðar að vinna saman að verkefni í öðru fagi, reyndar með fleira fólki, ákváðum við að nýta okkur það og gerðum vefleiðangur um efni sem við vorum búin að velja fyrir hitt fagið. Það voru napóleonsstríðin sem urðu fyrir valinu, þar sem við sem erum í þessum hópi komum úr ensku, þýsku og dönsku og þessar þjóðir eiga m.a. þetta stríð sameiginlegt.
Það var mjög skemmtilegt að gera leiðangurinn og það verður enn skemmtilegri að halda áfram með hann og útfæra hann fyrir öll þessi fög. Við gætum meira að segja bætt sögunni við þetta og þannig fengið fjórða fagið með í pottinn. 
Svona vefleiðangrar eru líka frábærir að því leiti að þegar maður er búin að setja svona verkefni út á netið, þá getur það haft jákvæð áhrif á starf annarra kennara og gefið þeim hugmyndir. En ég er líka viss um að þetta er tæki sem verður mikið meira notað í framtíðinni.  'Eg veit að ég á eftir að gera mikið af þessu.