Thursday, September 20, 2007

Fyrsta færsla

Þetta er fyrsta færsla á þessu bloggi mínu. Ég var að koma úr fyrsta tölvutímanum og vorum við bara tvær sem mættum, en það þýddi bara að við fengum fyrsta flokks kennslu. Það gekk reyndar örðulega í byrjun hjá mér, en þegar ég hafði fattað að ég var logguð inn sem einhver annar og hafði skráð viðkomandi út og mig sjálfa inn, gekk þetta miklu betur. Þetta var svo gaman að ég fór strax heim að vinna áfram að heimasíðugerðinni.